Kolmunninn er gott hráefni

arði NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með tæp 1.700 tonn af kolmunna. Vinnsla á aflanum hófst í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í morgun. Heimasíðan ræddi við Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóra og spurði hann um kolmunnavinnsluna að undanförnu.

Framleiðsla á jólasíld hófst í gær

Löng hefð er fyrir framleiðslu á jólasíld hjá Síldarvinnslunni og hófst verkun hennar í gær í fiskiðjuveri fyrirtækisins í Neskaupstað. Miklar kröfur eru gerðar til síldarinnar sem notuð er. Hún þarf að vera norsk – íslensk nýveidd gæðasíld sem veiðiskip flytur vel kælda til vinnslu.

Sighvatur veiðir utan við keiluhólfin

Línuskipið Sighvatur GK kom til löndunar í heimahöfn í Grindavík í gær. Afli skipsins var 80 tonn, mest þorskur en einnig ýsa, langa og keila. Að þessu sinni veiddi Sighvatur utan við svonefnd keiluhólf en Páll Jónsson GK hefur farið tvær veiðiferðir í keiluhólfin suður af landinu að undanförnu í samvinnu við Hafrannsóknastofnun.

Kynning 2. ársfjórðungs Síldarvinnslunnar 2025

Gunnþór Ingvason forstjóri gerir grein fyrir niðurstöðum 2. ársfjórðungs 2025.

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er einn stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2022/2023 eru 220 þúsund tonn eða 52 þúsund þorskígildistonn.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslur í Grindavík.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum