Veitt frá Lónsdýpi og vestur á Hampiðjutorg

Frystitogarinn Blængur kom til Neskaupstaðar í gær að aflokinni 34 daga veiðiferð. Aflinn í veiðiferðinni var 530 tonn upp úr sjó og verðmæti hans er 275 milljónir króna. Heimasíðan ræddi stuttlega við Bjarna Ólaf Hjálmarsson skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt.

Hægt á veiðum hjá Eyjaskipunum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudag. Veiðiferðin var stutt hjá báðum, vel aflaðist en veður var hins vegar ekki hagstætt. Afli beggja skipa var blandaður en mest var af þorski.

Samfélagsspor Síldarvinnslunnar 2022

Verðmætasköpun Síldarvinnslunnar og dótturfélaga hefur víðtæk samfélags- og efnahagsleg áhrif. Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar fyrir árið 2022 má finna samantekt um samfélagsspor samstæðunnar ….

Hluthafafundur 18. ágúst 2022

Verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 í safnaðarhúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum því jafnframt boðið upp á fullgilda þáttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. 

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum