Frystihúsið kom að góðum notum á LungA

LungA – hátíðin á Seyðisfirði var haldin í síðasta sinn nú nýverið en hátíðin var fyrst haldin árið 2000. Að venju var hátíðin vel sótt og var dagskrá hennar fjölbreytt. Frystihúsið í bænum kom að góðum notum á hátíðinni en vinnslu í því var hætt í lok marsmánaðar sl.

Fyrst var það karfi, síðan ýsa og þorskur

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum sl. sunnudag. Í morgun landaði skipið síðan nær fullfermi af ýsu og þorski. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og spurði fyrst hvernig karfatúrinn hefði gengið.

Makríllinn breytti miklu

Nú stendur makrílvertíð yfir og það er staðreynd að makríllinn er orðinn mikilvægur og rótgróinn þáttur í starfsemi fyrirtækja sem leggja áherslu á veiðar og vinnslu uppsjávartegunda. Árið 2006 fór makríll að veiðast sem meðafli í síldveiðum í flotvörpu austur af landinu og veiddust þá um 4.000 tonn.

Hluthafafundur 18. ágúst 2022

Verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 í safnaðarhúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum því jafnframt boðið upp á fullgilda þáttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. 

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum