Graðýsa og stórþorskur

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til löndunar á Seyðisfirði í gærmorgun. Aflinn var 107 tonn eða nánast fullfermi. Heimasíðan ræddi við Þórhall Jónsson skipstjóra og bað hann um að segja stuttlega frá veiðiferðinni.

Verkstjóri í fiskiðjuver SVN í Neskaupstað

Síldarvinnslan hf. auglýsir eftir verkstjóra til starfa í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Unnið er á tólf tíma vöktum hluta af ári á makríl- , síldar- og loðnuvertíð.

Hluthafafundur 18. ágúst 2022

Verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 í safnaðarhúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum því jafnframt boðið upp á fullgilda þáttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. 

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum