Blængur landaði í Hafnarfirði

Frystitogarinn Blængur NK landaði í Hafnarfirði í gær. Togarinn gat ekki landað í heimahöfn í Neskaupstað vegna þess að ekki var pláss fyrir aflann í frystigeymslum enda síldarvertíð í hámarki.

Vinna við jólasíldina hafin – framleitt samkvæmt leyniuppskrift

Nú er vinna við hina þekktu jólasíld Síldarvinnslunnar hafin. Þegar minnst er á jólasíldina verða margir spenntir og fá vatn í munninn. Það er Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu, sem stjórnar framleiðslunni á þessu sælgæti og hann segir að framleitt sé samkvæmt leyniuppskrift.

Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað í áttunda sinn nk. laugardag. Ekki var boðið upp á tæknidag í skólanum tvö síðustu ár vegna kóvid – faraldursins.

Hluthafafundur 18. ágúst 2022

Verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 í safnaðarhúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum því jafnframt boðið upp á fullgilda þáttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. 

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum