Vísisskipin veiða víða

Línuskip Vísis, Páll Jónsson GK og Sighvatur GK, ásamt togaranum Jóhönnu Gísladóttur GK hafa öll landað síðustu dagana en þau hafa víða verið að veiðum. Páll Jónsson landaði um 80 tonnum í Grindavík á mánudaginn og var Benedikt Jónsson skipstjóri ágætlega sáttur við veiðiferðina.

Stuttir og góðir túrar hjá Vestmannaeyjaskipunum

Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, hafa fiskað vel að undanförnu. Túrar skipanna hafa verið góðir og stuttir. Bæði skipin lönduðu fullfermi í Grindavík á laugardaginn og síðan lönduðu þau aftur fullfermi í Eyjum í gær. Heimasíðan ræddi stuttlega við skipstjórana og spurði nánar út í veiðina.

Ennþá veiðist kolmunninn

Það hefur verið mjög góð kolmunnaveiði suður af Færeyjum í þessum mánuði. Nú hefur veiðin færst austur fyrir eyjarnar enda er fiskurinn að ganga norðureftir. Um helgina landaði Vilhelm Þorsteinsson EA 3.280 tonnum í Neskaupstað og Barði NK landaði 1.100 tonnum en hann kom til löndunar vegna bilunar í ljósavél.

Hluthafafundur 18. ágúst 2022

Verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 í safnaðarhúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum því jafnframt boðið upp á fullgilda þáttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað. 

SÍLDARVINNSLAN HF.

Síldarvinnslan hf. er nú eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemi sína á yfir hálfrar aldar reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er hið umsvifamesta á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávartegundum og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á landinu.

VEIÐAR

Síldarvinnslan er þriðji stærsti kvótahafi á Íslandi. Aflaheimildir samstæðunnar á kvótaárinu 2020/2021 eru 135 þúsund tonn eða 33 þúsund þorskígildistonn. Þar af eru ígildi í bolfiski um 59%.

VINNSLA

Síldarvinnslan er stærsti framleiðandi landsins á uppsjávarafurðum. Síldarvinnslan rekur í dag tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur hátækni fiskiðjuver í Neskaupstað og þar eru einnig stærstu frystigeymslur á landinu. Fyrirtækið rekur bolfiskvinnslu á Seyðisfirði.

STARFSFÓLKIÐ

Síldarvinnslan er hátækni sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Fyrir slíkt félag er sífellt mikilvægara að ráða hæft fólk til starfa og tryggja strfsánægju þess. Félagið hefur því sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum