Unnið á dekkinu á Vestmannaey VE. Ljósm. Björn Steinbekk

Nú fyrir sjómannadagshelgina landaði Vestmannaey VE fullfermi af karfa í Eyjum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir að það sé alllangt síðan skipið hafi farið í hreinan karfatúr. “Við stoppuðum einungis í einn sólarhring á miðunum þannig að veiðin var virkilega góð. Aflinn fékkst suðvestur af Reykjanesi nánar tiltekið í Sparisjóðnum og vestur af Þjóðverjahólum. Aflinn fór beint í gáma sem fara til Þýskalands. Að löndun lokinni tók við sjómannadagshelgi sem tókst afskaplega vel. Ég held að menn hafi skemmt sér alveg konunglega. Það verður síðan haldið til veiða á ný um hádegisbil í dag,” segir Birgir Þór.