Börkur NK kom til hafnar í Neskaupstað í fyrrakvöld með um 1.100 tonn af kolmunna. Með þeim farmi hefur fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á staðnum tekið á móti 200 þúsund tonnum af hráefni það sem af er árinu og mun það vera mesta magn sem ein verksmiðja hérlendis hefur tekið á móti á einu ári.MYNDATEXTI: Strákarnir í vaktherbergi bræðslunnar hafa brætt 200 þús. tonn á árinu.