Góðum afla landað á yfirstandandi loðnuvertíð.  Ljósm. Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir

Hinn 10. febrúar s.l. voru liðin 40 ár frá því að „Stóri Börkur“ kom fyrst til heimahafnar í Neskaupstað.  Skipið fékk reyndar nafnið Birtingur í fyrra þegar nýtt skip fékk nafnið Börkur.

Frá því var greint hér á heimasíðunni að skipið hefði veitt tæplega 1,5 milljón tonna (nákvæmlega 1.488.299 tonn) á þeim 40 árum sem það hafði verið í eigu Síldarvinnslunnar.  Birtingur hóf síðan loðnuveiðar í byrjun febrúar og hefur fiskað vel.  Hinn 9. mars landaði hann 850 tonnum af loðnu í Helguvík og hefur þá veitt 11.944 tonn á vertíðinni.