Í Neskaupstað hefur verið skipað út 14.000 tonnum af frystum makríl á sl. tveimur vikum. Ljósm. Sigurður Steinn Einarsson.Um þessar mundir er verið að skipa 5000 tonnum af frystum makríl um borð í skip sem liggur í Norðfjarðarhöfn. Skipið mun flytja farminn til Afríku. Þar með hafa fjögur flutningaskip lestað 14 þúsund tonn af frystum makríl í höfninni á tveimur vikum. Í upphafi vertíðar höfðu menn nokkrar áhyggjur af erfiðri stöðu á makrílmörkuðum en til þessa hafa þær áhyggjur reynst ástæðulausar.