Nær samfelld vinnsla hefur verið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar frá verslunarmannahelgi. Ljósm. Hákon ErnusonNær samfelld vinnsla hefur verið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar
frá verslunarmannahelgi. Ljósm. Hákon Ernuson
Nú er verið að landa makríl úr Beiti NK í Neskaupstað og eins og áður fer  allur aflinn til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Alls hafa borist 23.500 tonn af makríl og síld til vinnslu í fiskiðjuverinu á yfirstandandi vertíð og er makríllinn í miklum meirihluta. Í fiskiðjuverinu hefur verið svo til samfelld vinnsla frá verslunarmannahelgi en nk. sunnudag og mánudag verður vaktavinnufólkinu gefið frí.
 
Nú líður að lokum makrílveiðanna og þá munu veiðiskipin snúa sér að norsk-íslensku síldinni.