Makrílvinnsla í fiskiðjuverinu í sumar.  Ljósm. Margrét ÞórðardóttirBeitir NK kom til hafnar í Neskaupstað í morgun með rúmlega 600 tonna afla og var uppistaðan síld. Þar með hafa borist rúmlega 25 þúsund tonn af makríl og síld til fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar á vertíðinni.

Börkur NK landaði um 600 tonna farmi í gær og var afli hans einnig síld að mestu leyti.

Veiðisvæði skipanna hefur verið út af Austfjörðum og þurfa þau stundum að hafa töluvert fyrir því að finna svæði þar sem veiðist hrein síld, en á sumum svæðum er síldin töluvert blönduð af makríl og jafnvel kolmunna.