Loðnan er fryst í pönnum eins og sjást á myndinni. Ljósm. Hákon ViðarssonÁ Tæknidegi fjölskyldunnar sem haldinn var í Verkmenntaskóla Austurlands sl. laugardag var Síldarvinnslan með sýningarbás eins og fjölmörg önnur fyrirtæki og stofnanir. Í bás Síldarvinnslunnar voru veittar margvíslegar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins og birtust þær bæði á veggspjöldum og eins í lifandi myndum sem sýndar voru. Á meðal upplýsinganna mátti sjá eftirfarandi staðreyndir um starfsemi fiskiðjuversins í Neskaupstað:

  • -Í fiskiðjuverinu eru fryst 550 t af loðnu á sólarhring (heilfryst í pönnur)
  • -550 t af loðnu eru um 25 milljónir fiska
  • -550 t af loðnu fara í um 44.000 pönnur
  • -Ef 44.000 pönnum er raðað enda við enda er lengdin 26,4 km eða sambærileg vegalengdinni frá miðbæ Neskaupstaðar til Eskifjarðar