Polar Amaroq hefur lokið löndun og Hákon EA kemur til löndunar. Ljósm. Þorgeir Baldursson.Það sem af er kolmunnavertíðinni hefur 2650 tonnum af frosnum kolmunna verið landað í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Kolmunninn  er ýmist heilfrystur eða frystur hausskorinn. Það eru þrjú vinnsluskip sem landað hafa frosna kolmunnanum; Vilhelm Þorsteinsson EA, Hákon EA og grænlenska skipið Polar Amaroq.

Kolmunninn sem Vilhelm Þorsteinsson hefur landað er hausskorinn og er hann fluttur að Laugum þar sem hann er þurrkaður. Heilfrysti kolmunninn fer á erlendan markað og hefur fyrsta farminum þegar verið skipað út.