Beitir NK. Ljósm. Hákon ViðarssonVerið er að búa Beiti NK til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni. Rætt var við Tómas Kárason skipstjóra í morgun en þá var skipið að taka veiðarfæri á Eskifirði. „Við reiknum með að halda til veiða í dag eða á morgun“, sagði Tómas. „Færeyingarnir eru ekki byrjaðir á kolmunnanum ennþá en það var góð veiði þarna í nóvember og desember í fyrra. Ég hef heyrt að færeysku skipin áætli að hefja veiðarnar í næstu viku. Það er ekkert annað að gera en að fara og skoða þetta. Við eigum töluvert eftir af kvóta og það verður að reyna að ná honum áður en önnur verkefni kalla,“ sagði Tómas að lokum.