Polar Amaroq að dæla loðnu úr pokanum í grænlensku lögsögunni. Ljósm. Þorgeir Baldursson.Grænlenska skipið Polar Amaroq kom með fyrsta loðnufram haustsins til Neskaupstaðar hinn 13. nóvember sl. Strax að lokinni löndun var aftur haldið til veiða í grænlensku lögsögunni. Nú um hádegisbil hafði heimasíðan samband við Halldór Jónasson skipstjóra en þá var verið að taka síðasta hol veiðiferðarinnar. „Við munum leggja af stað til Neskaupstaðar nú eftir hádegið og aflinn verður um 2000 tonn, þar af eru um 680 tonn fryst,“ sagði Halldór. Þessi afli er fenginn í átta holum. Bestu holin voru fyrst en þá tókum við þrjú 300 tonna hol en síðan hefur aflinn farið minnkandi og í síðustu holunum hefur hann verið um 150 tonn í hverju holi. Þá hefur loðnan einnig farið minnkandi eftir því sem liðið hefur á túrinn; við erum að fá mun smærra síli nú en í upphafi veiðiferðar. Ísinn hefur sótt að okkur og er búinn að hrekja okkur frá því svæði sem við hófum veiðar á. Við erum nú staddir um 100 mílur norð-norðvestur úr Horni um það bil 10 mílur inn í grænlensku lögsögunni. Við reiknum með að verða í Neskaupstað seint annað kvöld,“ sagði Halldór að lokum.