Frá Sjávarútvegssýningunni í Smáranum. Ljósm. Karl Rúnar RóbertssonIceFish, íslenska sjávarútvegssýningin, verður formlega opnuð í dag í Smáranum í Kópavogi. Hér er um að ræða elleftu sjávarútvegssýninguna hér á landi og munu um 500 fyrirtæki kynna starfsemi sína og framleiðslu á henni. Í tengslum við sýninguna verða því fyrirtæki sem þótt hefur skara fram úr á sviði sjávarútvegs veitt verðlaun og eins verða haldnar ráðstefnur og kynningafundir sem snerta það efni sem sýningin gerir skil.

Alls munu á milli 40 og 50 starfsmenn Síldarvinnslunnar sækja sýninguna og koma þeir frá öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Hákon Viðarsson starfsmannastjóri segir mikilvægt að starfsmenn fylgist með því nýjasta sem er að gerast innan greinarinnar og sjávarútvegssýningin veiti einstakt tækifæri til þess.