Makrílhol tekið á Barða NK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonAð undanförnu hefur afli makrílskipanna úti fyrir Austur- og Suðausturlandi verið töluvert síldarblandaður og hafa sumir farmar verið makríll og síld til helminga eða jafnvel meirihlutinn síld. Til að komast í hreinni makríl héldu Beitir NK og Börkur NK vestur fyrir land og hafa verið þar við veiðar frá því í gær. Í morgun voru komin um 300 tonn um borð í Beiti en afla beggja skipa hefur verið dælt um borð í hann. Vonast er til að Beitir geti lagt af stað til heimahafnar með góðan afla síðar í dag en þangað er um 30 tíma sigling. Börkur mun hinsvegar halda áfram veiðum vesturfrá.
 
Bjarni Ólafsson AK, þriðja skipið sem landar makríl og síld til vinnslu í fiskiðjuverinu í Neskaupstað, er við veiðar á austurmiðum og kemur væntanlega til löndunar í kvöld.
 
Frystitogarinn Barði NK hefur verið á makrílveiðum vestur af landinu og hefur hann nú lokið við veiða sinn makrílkvótakvóta á vertíðinni. Ekki er gert ráð fyrir að Barði komi til löndunar eftir að makrílveiðum lýkur heldur mun hann þegar hefja ufsaveiðar úti fyrir Vestfjörðum en þar hefur verið góð veiði síðustu vikur. Gert er síðan ráð fyrir að Barði landi í Neskaupstað um mánaðamótin.