Vegna aðstæðna í Neskaupstað hefur stjórn Síldarvinnslunnar ákveðið að fresta aðalfundi félagsins, sem fram átti að fara 30. mars, til 18. apríl næstkomandi eins og fram kemur í meðfylgjandi auglýsingu:
Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf.
Verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl 2023 í Safnahúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.
Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum þannig jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað.
Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:
- Skýrsla stjórnar
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til staðfestingar
- Tekin ákvörðun um greiðslu arðs
- Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
- Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins
- Stjórnarkjör
- Kjör endurskoðenda
- Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum
- Önnur mál, löglega fram borin
Meðfylgjandi er fundarboð með nánari upplýsingum.
Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/
Stjórn Síldarvinnslunnar hf.