Vegna aðstæðna í Neskaupstað hefur stjórn Síldarvinnslunnar ákveðið að fresta aðalfundi félagsins, sem fram átti að fara 30. mars, til 18. apríl næstkomandi eins og fram kemur í meðfylgjandi auglýsingu:

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf.

Verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl 2023 í Safnahúsinu, Neskaupstað, kl. 14:00.

Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum þannig jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til staðfestingar
  3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
  5. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins
  6. Stjórnarkjör
  7. Kjör endurskoðenda
  8. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum
  9. Önnur mál, löglega fram borin

Meðfylgjandi er fundarboð með nánari upplýsingum.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/

Stjórn Síldarvinnslunnar hf.