Verður haldinn fimmtudaginn 31. mars 2022 í Safnahúsinu, Neskaupstað,
kl. 14:00.

Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum þannig jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til staðfestingar
  3. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu
  5. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins og endurskoðunarnefndar
  6. Stjórnarkjör
  7. Kjör endurskoðenda
  8. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum
  9. Önnur mál, löglega fram borin


Framboð til stjórnar:

Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega um framboð til stjórnar minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 14:00 þann 26. mars 2022. Framboðum skal skila á skrifstofu Síldarvinnslunnar hf., Hafnarbraut 6 eða á netfangið  Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir hluthafafundinn.

Stjórnarkjör fer fram samkvæmt meirihluta-kosningu á milli einstaklinga, nema réttmæt krafa um hlutfalls- eða margfeldiskosningu komi fram frá hluthöfum er ráða minnst 1/10 hlutafjárins. Krafa þess efnis skal hafa borist stjórn félagsins fyrir kl. 14:00 laugardaginn 26. mars 2022 á tölvupóstfangið

Nánari upplýsingar um fundarsókn og atkvæðagreiðslu:

Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi auk þess sem hluthafar geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða vefsíðu Lumi. Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins í Safnahúsinu eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM eða á fundinum sjálfum.

Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hluthafakerfi félagsins þegar aðalfundur fer fram geta beitt réttindum sínum á aðalfundi. Uppgjör viðskipta hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð fer fram tveimur dögum eftir viðskiptin og því er mælst til þess að síðasti viðskiptadagur sé þann 28. mars, vilji hluthafi beita réttindum sínum á fundinum. Hluthafar geta látið umboðsmann

sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á vefsíðunni https://www.lumiconnect.com/meeting/svn og eigi síðar en kl. 16.00 þann 30. mars 2022, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá fundarins og leggja fram ályktunartillögur ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. fyrir kl. 14:00 þann 21. mars 2022. Slík erindi skulu send á tölvupóstfangið og munu þau verða birt á vefsíðu félagsins. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögu fyrir þann tíma verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn. Mál sem ekki hafa verið tilgreind í dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa félagsins.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/

Stjórn Síldarvinnslunnar hf.