• Hagnaður ársins nam 6 milljörðum króna.
  • Opinber gjöld fyrirtækisins og starfsmanna þess námu 4,6 milljörðum króna. 
  • Eiginfjárhlutfall er 55,7%.
  • Fiskimjölsverksmiðjur félagsins tóku á móti 162 þúsund tonnum af hráefni.
  • Fiskiðjuverið tók á móti 65 þúsund tonnum af hráefni.
  • Um frystigeymslur félagsins fóru 75 þúsund tonn af afurðum.
  • Framleiddar afurðir voru um 85 þúsund tonn.
 
Rekstur
Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2014 voru alls 21,4 milljarðar króna og rekstrargjöld námu 14,1 milljarði króna.  EBITDA var 7,3 milljarðar króna.   Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 820 milljónir króna. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 7,2 milljörðum króna. Reiknaður tekjuskattur nam 1.200 milljónum króna og var hagnaður ársins því 6 milljarðar króna.  
 
Gjöld til hins opinbera
Síldarvinnslan greiddi 3,1 milljarða til hins opinbera. Greiddur tekjuskattur á árinu var 1.200 milljónir króna en önnur opinber gjöld námu 1.000  milljónum. Veiðigjöld námu 900 milljónum á síðasta fiskveiðiári. 
 
Fjárfestingar
Fjárfest var í aflaheimildum frá Stálskipum í Hafnarfirði og keypt voru hlutabréf í Gullbergi ehf. á Seyðisfirði á árinu.  Keypt var nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi, Börkur NK 122. Það var smíðað í Tyrklandi árið 2012 og ber 2.500 tonn.
 
Haldið var áfram á braut uppbyggingar í uppsjávarvinnslu félagsins. Reist var 1.000 fm bygging og er það liður í þeirri stefnu að auka og bæta vinnsluna.
 
Samtals námu fjárfestingar félagsins 10 milljörðum króna. 
 
Efnahagur
Heildareignir samstæðunnar í árslok 2014 voru bókfærðar á 52,9 milljarða króna. Veltufjármunir voru bókfærðir á 10,7 milljarða króna og skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 23,4  milljörðum króna. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 29,5 milljarðar króna.   Í árslok var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 55,7%.
 
Starfsemi
Útgerð félagsins gekk vel á árinu. Afli bolfiskskipa samstæðunnar var 18.600 tonn að verðmæti 4.650 milljónir króna. Afli uppsjávarskipa var 97 þúsund tonn að verðmæti 3.500 milljónir. Heildaraflaverðmæti skipa var 8.200 milljónir króna og aflamagn 115.000 tonn á árinu. 
 
Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti um 161 þúsund tonnum af hráefni á árinu 2014. Framleidd voru 34 þúsund tonn af mjöli og 10 þúsund tonn af lýsi. Samtals voru framleidd 44 þúsund tonn af mjöli og lýsi á árinu að verðmæti 9.000 milljónir króna.
 
Í uppsjávarvinnsluna var landað 65 þúsund tonnum af hráefni. Framleiddar afurðir voru 36.000 tonn. Þar vega makrílafurðir þyngst og síðan síldarafurðir og loks loðnuafurðir.  Verðmæti framleiðslunnar var 6.250 milljónir króna. 
 
Um frystigeymslurnar fóru 75 þúsund tonn af afurðum á árinu.
 
Samtals nam framleiðsla á afurðum 85.000 tonnum á árinu 2014 að verðmæti tæplega 16,5 milljarðar króna.
 
Starfsmenn
Hjá samstæðu Síldarvinnslunnar störfuðu 290 manns til sjós og lands um síðustu áramót. Launagreiðslur félagsins voru rúmar 3.300 milljónir króna á árinu 2014 en af þeim greiddu starfsmenn 1.120 milljónir í skatta.
 
Aðalfundur
Á fundinum var samþykkt að fresta afgreiðslu um ráðstöfun hagnaðar.  Ástæða þess er hætta á að innflutningsbann til Rússlands á afurðum félagsins muni hafa áhrif á fjárstreymi þess til skamms tíma.  Vegna verkfalls dýralækna í vor sem stöðvaði útflutning til Rússlands í 9 vikur og innflutningsbanns er birgðastaða félagsins óvenju há.  Óvissa er um útistandandi kröfur á stóra viðskiptavini í Rússlandi vegna innflutningsbannsins.  Rétt er að geta þess að 40% af framleiðslu uppsjávarvinnslunnar hafa farið inná Rússlandsmarkað.  Í ljósi þessa var tekin ákvörðun um að fresta ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar vegna ársins 2014.
 
Fram kom í máli stjórnarformannsins að Síldarvinnslan mun ekki grípa til uppsagna vegna innflutningsbannsins.  Starfsfólk fyrirtækisins gerir sér hins vegar grein fyrir því að vinnan gæti dregist saman einkum vegna tapaðra loðnumarkaða. 
 
 
Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn miðvikudaginn 19. ágúst.  
 
Fréttatilkynning frá Síldarvinnslunni hf.miðvikudaginn 19. ágúst 2015.
Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri, í síma 896 4760.