Tríóið sem mun flytja ljúfa jólatónlist á tónleikunum.Tríóið sem mun flytja ljúfa jólatónlist á tónleikunum.Fyrirhugaðir eru aðventutónleikar fyrir aldraða og sjúklinga í Fjarðabyggð og á Seyðisfirði og er Síldarvinnslan helsti styrktaraðili þeirra. Á tónleikunum mun Erla Dóra Vogler söngkona, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og Þórður Sigurðsson píanóleikari flytja létta og þægilega jólatónlist. Allir í þessu tríói eru atvinnumenn í tónlist og enginn ætti að vera svikinn af flutningi þeirra. Tilgangurinn með tónleikunum er fyrst og fremst að gleðja fólk og stuðla að hinni einu sönnu jólastemmningu.
 
Þríeykið mun heimsækja dvalarheimili aldraðra og sjúkrahús og verða tónleikarnir haldnir sem hér segir:
 
Laugardagur 17. desember
             Kl. 16 Eskifjörður – Hulduhlíð
             Kl. 18 Neskaupstaður – Breiðablik
 
Sunnudagur 18. desember
             Kl. 15 Seyðisfjörður
 
Þriðjudagur 20. desember
             Kl. 16 Fáskrúðsfjörður – Uppsalir