Loðna

Að undanförnu hefur verið unnið að umbótum á frystibúnaði
fiskiðjuversins í Neskaupstað með það að markmiði að auka afkastagetu þess.

Breytingar hafa verið gerðar á frystipressum og búnaði
tengdum þeim og hafa þær leitt til betri nýtingar á frystitækjum, m.a. þremur frystiskápum
sem sérstaklega var komið upp til að frysta stærsta og verðmætasta makrílinn.

Á síðustu loðnuvertíð námu hámarks sólarhringsafköst
fiskiðjuversins 440 tonnum en markmiðið með breytingunum var að auka afköstin
þannig að þau færu yfir 500 tonn.