Birtingur skartar sínu fegursta við nýja viðlegukantinn. Í bakgrunn má sjá Vilhelm Þorsteinsson EA landa í bræðslu og Börk NK sem kemur til löndunar í fiskiðjuverið. Ljósm. Sigurður Steinn EinarssonNú stendur yfir stækkun á Norðfjarðarhöfn þar sem unnið er að því að gera höfnina rýmri og aðgengilegri fyrir stærri skip.Í gær var svo komið að því að nýr 60 metra viðlegukantur var vígður þegar Birtingur NK lagðist upp að.  

Undanfarin ár hefur Norðfjarðarhöfn verið ein umsvifamesta höfn landsins. Síðustu ár hefur verið landað yfir 200 þúsund tonnum í höfninni. Það sem af er ári hefur verið landað 97 þúsund tonnum í Norðfjarðahöfn. Mikil verðmæti fara um höfnina og til að mynda var aflaverðmæti þess afla sem fór um höfnina í fyrra rúmir 15 milljarðar króna.

Vertíðin er komin vel af stað í Neskaupstað en Beitir NK varað ljúka löndun á 480 tonnum í fiskiðjuverið og Börkur NK er að landa 460 tonnum. Einnig er Vilhelm Þorsteinsson að landa afla sínum, um 700 tonnum, þar af 500 tonnum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar. Barði NK er væntanlegur til löndunar á morgun með fullfermi af makríl en hann hefur verið á miðunum utan Reykjaness.