Beitir NK á loðnuveiðum. Ljósm: Hilmar Kárason
Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar og dótturfélaga minnkaði um 19,2% á milli áranna 2015 og 2016 en aflinn minnkaði um 27,6% í tonnum talið og ræður þar mestu minni afli uppsjávarskipa. Heildaraflaverðmætið nam 11.615 milljónum króna á árinu 2015 en 9.389 milljónum á árinu 2016. Dótturfélög Síldarvinnslunnar eru Gullberg ehf á Seyðisfirði sem gerir út togarann Gullver NS, Bergur-Huginn ehf í Vestmannaeyjum sem gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE og Runólfur Hallfreðsson ehf á Akranesi sem gerir út uppsjávarskipið Bjarna Ólafsson AK.
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá afla og aflaverðmæti hvers skips á árunum 2015 og 2016. Til skýringar skal þess getið að unnið var að endurbótum á frystitogaranum Blængi NK á árinu 2016 og uppsjávarskipið Birtingur NK var selt úr landi á árinu.