Starfsemi Síldarvinnslunnar mun liggja niðri dagana 13.-17. september nk., vegna ferðar starfsfólks til Tallinn. Skip félagsins verða í höfn og öll vinnsla verður lokuð, sinnt verður afgreiðslum í kringum frystiklefa.
Stjórn Síldarvinnslunnar hf. ákvað að bjóða starfsmönnum sínum ásamt mökum í helgarferð í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Tallinn varð fyrir valinu og eru 320 manns frá öllum starfstöðvum félagsins á leið í ferðina. Flogið verður í beinu flugi frá Egilsstöðum að kvöldi 12. september og komið heim að kvöldi 17. september, flogið verður í þremur vélum. Á laugardagskvöldinu mun verða sérstakt afmælishóf fyrir starfsmenn og maka í óperuhúsinu í Tallinn.
Vonumst við til þess að þetta valdi ekki óþægindum hjá viðskiptavinum okkar um leið og við óskum eftir að starfsmenn okkar verði ekki ónáðaðir að óþörfu í gsm síma sína vegna vinnu sinnar. Ef nauðsynlega þarf að hafa samband þá verður hægt að hringja í síma 896 4760 sem er sími undirritaðs.
Gunnþór Ingvason
Framkvæmdastjóri