SVNStjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að veita 10 milljóna króna upphæð í afmælissjóð. Tilefnið er að í ár eru 50 ár frá stofnun félagsins og verður sjóðnum úthlutað þann 11. desember nk. á stofndegi félagsins. Afmælissjóðnum verður úthlutað til verkefna á sviði íþrótta og menningarmála í Neskaupstað.

Úthlutunarreglur sjóðsins:
• Verkefnið skal nýtast til uppbyggingar og eflingar menningar, mennta og íþróttamála.
• Styrkurinn skal notast til varanlegrar uppbyggingar en ekki í tímabundinn verkefni eða sýningar.
• Hver styrkur er að hámarki 2 milljónir króna.

Sækja umsóknareyðublað