Bjarni Ólafsson AK kom með 1.800 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar í morgun og segir Runólfur Runólfsson skipstjóri að veiðarnar gangi vel. „Við fengum þennan afla í fjórum holum og drógum í 10-18 tíma. Stærsta holið gaf 640 tonn en hið minnsta var stutt og tekið í lokin til að fylla og það var einungis 250 tonn. Veiðin fór fram á Thomson hryggnum á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Það er talsvert af fiski að sjá þarna á blettum. Veiðin er mest frá kvöldi og fram á morgun en yfir hádaginn er hún mun minni. Þarna er töluverð traffík. Íslensku skipin eru þarna og margir Rússar. Eins er hluti færeysku skipanna á þessum slóðum en sum þeirra eru norðar og austar,“ segir Runólfur.Bjarni Ólafsson AK kom með 1.800 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar í morgun og segir Runólfur Runólfsson skipstjóri að veiðarnar gangi vel. „Við fengum þennan afla í fjórum holum og drógum í 10-18 tíma. Stærsta holið gaf 640 tonn en hið minnsta var stutt og tekið í lokin til að fylla og það var einungis 250 tonn. Veiðin fór fram á Thomson hryggnum á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Það er talsvert af fiski að sjá þarna á blettum. Veiðin er mest frá kvöldi og fram á morgun en yfir hádaginn er hún mun minni. Þarna er töluverð traffík. Íslensku skipin eru þarna og margir Rússar. Eins er hluti færeysku skipanna á þessum slóðum en sum þeirra eru norðar og austar,“ segir Runólfur.

Að sögn Eggerts Ólafs Einarssonar verksmiðjustjóra á Seyðisfirði er Hákon EA væntanlegur þangað í kvöld með 1.650 tonn af kolmunna. Verksmiðjan á Seyðisfirði mun hefja vinnslu strax og hráefni verður komið á land.

Bjarni Ólafsson AK með fullfermi af kolmunna.
Ljósm. Smári Geirsson