Beitir NK að kolmunnaveiðum. Ljósm. Tómas KárasonBeitir NK hélt til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni  á laugardagsmorgun og er búinn að taka tvo hol þegar þetta er skrifað. Alls er aflinn orðinn 760 tonn, en um 180 tonn fengust í fyrsta holinu og 580 tonn í því síðara en dælt var úr því um miðnætti. Þegar haft var samband við Tómas Kárason skipstjóra sagði hann að verið væri að toga og ágætis útlit. „Við erum að toga á Wyvillie Thomson – hryggnum sunnan við Færeyjar og það er þokkalegt veður eins og er en spáð er kolvitlausu veðri. Við reiknum með að taka trollið áður en það skellur á“, sgaði Tómas.