Ágæt kolmunnaveiði hefur verið síðustu daga á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi eða um 550 til 600 sjómílur suður af Norðfirði.
Börkur NK, Margrét EA, Vilhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA lönduðu afla sínum hjá Síldarvinnslunni hf. um síðustu helgi og eru Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK væntanlegir aftur til löndunar á laugardag.
Birtingur NK hefur nú hætt tilraunaveiðum á gulldeplu og liggur nú á Norðfirði þar sem unnið er að ýmsum viðhaldsverkum.

Bjartur NK lauk þátttöku sinni í árlegu vorralli Hafró í gær og heldur til veiða á laugardag.
Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til löndunar á mánudaginn.