Nú er íslenski makrílflotinn að veiða úti í Smugu og þar eru einnig rússnesk, færeysk og grænlensk makrílskip. Í gær var þokkaleg veiði og í nótt veiddist vel. Fiskurinn sem fæst er stór, eða 550 gr. að meðaltali. Beitir NK er á landleið með 650 tonn og verður í Neskaupstað um miðnætti. Þá er Bjarni Ólafsson AK að leggja af stað í land með 800 tonn sem fengust í þremur holum.
Verið er að landa úr Berki NK í Neskaupstað. Afli skipsins var 900 tonn og er hann mjög síldarblandaður. Í fiskiðjuverinu er því bæði verið að frysta síld og hausskera og heilfrysta makríl.