Ágæt síldveiði er á síldarmiðunum úti fyrir Austurlandi og í dag landar Birtingur NK um 500 tonnum og Margrét EA er væntanleg með um 550 tonn.  Aflinn er unninn til manneldis hjá Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.
Börkur NK landaði í morgun um 1.000 tonnum af kolmunna sem skipið fékk á miðunum við Færeyjar og hefur Börkur NK nú lokið við að veiða kolmunnafla sinn.

Bjartur NK kom í morgun til Norðfjarðar með um 100 tonn af blönduðum afla og heldur Bjartur NK aftur til veiða kl. 22:00 annað kvöld.
Barði NK er að veiðum.