Beitir NK með gott kolmunnahol. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

Beitir NK lét úr höfn í Neskaupstað sl. laugardag og hélt til kolmunnaveiða austur af Færeyjum. Sturla Þórðarson skipstjóri segir að veiðin hafi verið ágæt lengst af og komin séu 2.410 tonn um borð í skipið. „Það hefur verið ágætis veiði en hins vegar hefur verið heldur dapurt í nótt og í morgun. Það á örugglega eftir að skána. Hér eru einungis tvö íslensk skip að veiðum auk okkar, en það er fullt af Rússum og margir Færeyingar og einn Grænlendingur að auki,“ segir Sturla.

Síðast var kolmunna landað í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hinn 20. maí þegar Börkur NK kom með 2.230 tonn. Síðast var hins vegar landað í verksmiðjuna á Seyðisfirði sl. þriðjudag þegar Hákon kom með 1.650 tonn.