Löndun úr frystitogaranum Barða NK. Ljósm. Hákon ErnusonLöndun úr frystitogaranum Barða NK. Ljósm. Hákon ErnusonÍsfisktogararnir Bjartur NK og Gullver NS lönduðu góðum afla sl. mánudag. Bjartur landaði liðlega 100 tonnum í Neskaupstað og var uppistaða aflans ýsa. Gullver landaði á Seyðisfirði um 80 tonnum og var aflinn að mestu ufsi og karfi. Bjartur kemur á ný til löndunar í kvöld en heldur til veiða á ný strax að löndun lokinni.
 
Frystitogarinn Barði NK millilandaði í Neskaupstað í gær. Aflinn var blandaður, 260 tonn upp úr sjó að verðmæti 100 milljónir króna. Barði hélt á ný til veiða í gærkvöldi og verður í um það bil eina viku að veiðum. Gert er ráð fyrir að hann komi til hafnar vel fyrir sjómannadag.