Bjórn Steinbekk, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður, sendi nýlega frá sér stuttmynd sem gerð var í tilefni sjómannadags. Stuttmyndin fjallar um líf hjónanna Agnesar Bjarkar Sæbergs Þorgeirsdóttur og Jóhanns Óla Ólafssonar háseta á Síldarvinnsluskipinu Beiti NK. Björn segir að myndin sé í reynd óður til lífs sjómannafjölskyldunnar í nútímasamfélagi.