Nýju hlerarnirBarði NK-120 hefur frá 16. maí prófað að nota flottrollshlera framan við hefðbundið botntroll.  Hlerarnir eru frá Thyboron í Danmörku, tegund 15 VF.  Trollið er Hemmer T-90 frá Fjarðaneti.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri á Barða NK segir að þeir hafi reynt hlerana við ólíkar aðstæður og á misjöfnu dýpi á hefðbundinni veiðislóð.  Engir erfiðleikar eru að vinna með hlerana í bröttum köntum og halda þeir mjög jafnri hæð frá botni.

Fiskiríið er ekki minna en með botnhlera og minna er um festur, olíusparnaður reyndist vera á bilinu 12-15%.
Álag á togvindur og annan búnað er mun minni en við botnhlera og ekki tekur lengri tíma að afgreiða trollið en áður.
Heldur meira af togvír þarf að nota eða um þrefalt botndýpi.

Skipstjórinn á Barða NK ætlar að halda áfram að nota flottrollshlerana.