Birtingur NK að dæla úr nótinni. Ljósm. Ísak Fannar SigurðssonBirtingur NK að dæla úr nótinni. Ljósm. Ísak Fannar SigurðssonÍ gærkvöldi og í nótt var heldur leiðinlegt veður á loðnumiðunum við Reykjanes og lítil eða engin veiði. Í morgun lagaðist veðrið og nú fyrir hádegi var komin blíða. Heimasíðan hafði samband við Kristinn Snæbjörnsson skipstjóra á Birtingi skömmu fyrir hádegi og spurðist frétta. „Hér er ágætis veiði vestan við Reykjanes og ég held að allur flotinn sé að vinna. Flestir hafa verið að fá góð köst. Við erum með þriðja kastið; fengum 500 tonn í því fyrsta, 100 í öðru og það eru líklega um 400 tonn í núna. Loðnan virðist ekki vera á neinni hreyfingu þessa stundina og allur flotinn er hér í einum hnapp skammt frá Eldey,“ sagði Kristinn.