Frosnum afurðum skipað út í tvö skip samtímis í Norðfjarðarhöfn   Ljósm. Hákon ErnusonFrosnum afurðum skipað út í tvö skip samtímis í Norðfjarðarhöfn Ljósm. Hákon ErnusonÁ árinu 2015 tóku frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á móti tæplega 55 þúsund tonnum af frystum afurðum. Um 22.300 tonn komu frá vinnsluskipum en um 32. 300 tonn komu frá fiskiðjuverinu. Eftirtalin skip lönduðu frosnum afurðum í frystigeymslurnar á árinu:
 
Vilhelm Þorsteinsson EA 3.302 tonn
Kristina EA 7.580 tonn
Hákon EA 7.579 tonn
Barði NK 2.983 tonn
Blængur NK 166 tonn
Polar Amaroq 653 tonn

                                                

Tæplega 65 þúsund tonnum af afurðum sem geymdar voru í frystigeymslunum var skipað út á árinu. Þar af fóru 49.899 tonn beint í skip í Norðfjarðarhöfn en 14. 856 tonn voru flutt í gámum eða með bílum til útskipunar í öðrum höfnum. Þannig hafa flutningabílar farið rúmlega 600 ferðir yfir Oddsskarð hlaðnir afurðum úr frystigeymslunum.