Myndin er tekin í apríl s.l. þegar Börkur NK kom að landi með fullfermi af kolmuna. Ljósm. Hákon Ernuson Myndin er tekin í apríl s.l. þegar Börkur NK kom að landi með fullfermi af kolmuna. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK kom til Neskaupstaðar með tæp 2000 tonn af kolmunna úr Rósagarðinum í fyrrinótt. Að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra var dálítið af kolmunna að sjá þarna. „Þetta var allt í lagi nudd hjá okkur. Við vorum að fá allt upp í 300 tonna hol en yfirleitt var dregið frá 12 og upp í 16 tíma,“ sagði Sturla.
 
Börkur hélt á ný til kolmunnaveiða í Rósagarðinum síðdegis í gær.