Bergey VE að veiðum. Ljósm. Egill Guðni Guðnason

Það gengur allt samkvæmt áætlun hjá ísfisktogurunum Vestmannaey VE og Bergey VE. Vestmannaey landaði fullfermi í heimahöfn í gærmorgun. Aflinn var blandaður. Strax að löndun lokinni var látið úr höfn í stuttan karfatúr. Gert er ráð fyrir að komið verði til löndunar á ný í kvöld.

Bergey er að landa fullfermi í Eyjum í dag. Rétt eins og hjá Vestmannaey er aflinn blandaður. Ráðgert er að Bergey haldi ekki til veiða á ný fyrr en á fimmtudag. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, segir að túrinn hafi verið fínn. „Við fórum austur á Ingólfshöfða og fengum þar fínasta afla; ýsu, þorsk og ufsa. Síðan var strauið tekið á Kötlugrunn og þar var tekinn karfi og fyllt. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Jón.