Fiskiðjuver og frystigeymslur Síldarvinnslunnar.  Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirÍ fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað gengur allt samkvæmt áætlun. Landað var úr Berki NK í gær um 460 tonnum og í dag er verið að landa rúmum 400 tonnum úr Bjarna Ólafssyni AK. Hlé var gert á vinnslu í nótt á meðan þrif fóru fram en að sjálfsögðu þarf að þrífa fiskiðjuverið með reglubundnum hætti. Beitir NK er síðan væntanlegur til löndunar í fyrramálið.

Aflinn sem Börkur og Bjarni Ólafsson komu með er töluvert blandaður. Í Berki var um helmingur aflans makríll og um helmingur síld, í Bjarna Ólafssyni er hins vegar makríll rúmlega helmingur aflans.