Í síðustu viku barst Síldarvinnslunni skemmtilegt bréf frá Þýskalandi. Bréfritarinn er ungur drengur í Cuxhaven, Hauke Nörenberg að nafni. Í bréfinu lýsir hann yfir ánægju sinni með fiskinn frá Síldarvinnslunni og sendir fyrirtækinu bestu kveðjur. Fram kemur að um sé að ræða sjófrystan fisk þannig að fiskurinn sem hrósið fær er kominn frá frystitogaranum Blængi NK. Það er ekki oft sem neytendur hafa fyrir því að þakka fyrir góða vöru með þessum hætti.
 
Bréfinu hefur þegar verið svarað og var Nörenberg send falleg mynd af Blængi NK ásamt ýmsum varningi sem merktur er Síldarvinnslunni.