Hver krakkahópurinn á fætur öðrum kom í heimsókn á skrifstofur Síldarvinnslunnar í dag og söng fyrir starfsfólkið. Krakkarnir voru gjarnan klædd hinum skrautlegustu búningum og söngvarnar virtust oft vel æfðir. Kennarar Nesskóla fylgdu mörgum hópanna og elstu og yngstu nemendur skólans mynduðu saman hópa þannig að öruggt var að allir gætu verið með. Fyrir heimsóknina og sönginn þáði unga fólkið harðfiskpoka að gjöf enda vart annað viðeigandi en að sjávarútvegsfyrirtækið gefi sælgæti úr hafinu.

Það er alltaf hressandi og upplífgandi að fá að njóta öskudagsheimsókna sem þessara og starfsfólkið á skrifstofunni brosir út að eyrum og á eftir að gera það í allan dag. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í dag og sýna þær glaða og káta krakka syngja fyrir starfsfólkið.

Smellið á „Lesa meira“ til að sjá fleiri myndir.