utskipun 2013 frysting

           Miklar annir eru hjá starfsmönnum frystigeymslanna þessa dagana.

Það er mikið að gera við löndun á frystri loðnu og síld í Neskaupstað þessa dagana og starfsmenn frystigeymsla Síldarvinnslunnar hafa í nógu að snúast. Loðnuskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Polar Amaroq koma til löndunar á fjögurra til fimm daga fresti og Hákon EA var að koma úr sínum síðasta síldartúr að sinni. Landað var 580 tonnum af frystri loðnu úr Vilhelm Þorsteinssyni í gær og í dag er verið að landa 640 tonnum af síld úr Hákoni. Á morgun mun síðan verða landað 650 tonnum af loðnu úr Polar Amaroq.