Uppsjávarskip að landa í Neskaupstað. Ljósm. Sigurður Steinn EinarssonÁrið 2014 gekk vel hjá Síldarvinnslu hvað varðar veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski. Eins og undanfarin ár var mestum uppsjávarafla landað í Neskaupstað eða rétt tæplega 180.000 tonnum en næstmestum uppsjávarafla var síðan landað í Vestmannaeyjum, rúmlega 106.000 tonnum. Það aflamagn sem kom á land í Neskaupstað á nýliðnu ári var fjórðungur af heildarlöndun uppsjávarfisks hérlendis á árinu.
 
Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar öfluðu samtals 96.811 tonna á árinu 2014. Afli Barkar var 46.176 tonn, Beitis 37.870 tonn og Birtings, sem reyndar var einungis gerður út hluta úr árinu, 12.766 tonn.
 
Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar tók á móti alls 54.316 tonnum af uppsjávarfiski til vinnslu á árinu 2014. Þar af var síld 25.716 tonn, makríll 17.641 tonn, loðna 9.639 tonn og loðnuhrogn 416 tonn. Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar tóku á móti 161.771 tonni á árinu. Heildarmóttaka verksmiðjunnar í Neskaupstað var 110.215 tonn, verksmiðjunnar á Seyðisfirði 29.702 tonn og verksmiðjunnar í Helguvík 27.273 tonn.
 
Vinnsluskip lönduðu um 34.000 tonnum af loðnu, síld og makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á árinu 2014. Megnið af þeim afla kom frá þremur skipum; Vilhelm Þorsteinssyni EA, Kristinu EA og Hákoni EA.