Gdansk er falleg hafnarborg við Eystrasaltið

Dagana 27. og 28. október mun starfsfólk Síldarvinnslunnar, Bergs – Hugins og Bergs ásamt mökum halda til Gdansk í Póllandi. Þar verður haldin árshátíð laugardagskvöldið 29. október en hópurinn sem heldur utan telur 520 manns.

Flogið verður til Póllands frá Egilsstöðum og Keflavík. Frá Egilsstöðum verður flogið bæði 27. og 28. október en frá Keflavík 28. október. Fólkinu verður síðan skilað til baka á sömu staði 31. október og 1. nóvember. Boðið verður upp á rútuferðir frá Neskaupstað og Seyðisfirði til Egilsstaða við brottför og sömu leið til baka þegar heim verður komið. Farþegar þurfa að vera komnir á Egilsstaðaflugvöll tveimur tímum fyrir brottför. Í næstu viku munu skráningar hefjast í rútuferðirnar.

Flugtímar Egilsstaðir-Gdansk, innritun opnar kl.08:45.

Fim 27. okt / Fös 28. okt

EGS – GDN 10:45 – 16:00 177 sæti

Flugtímar Gdansk-Egilsstaðir, innritun opnar kl.12:00.

Mán 31. okt / Þri 1.nóv

GDN – EGS 14:00 – 16:15 177 sæti

Flugtímar Keflavík-Gdansk, innritun opnar kl.08:15.

Fös 28. okt

KEF – GDN 10:15 – 15:30 150 sæti

Flugtímar Gdansk-Keflavík, innritun opnar 09:45.

Þri 1.nóv

GDN – KEF 11:45 – 14:00 150 sæti

Boðið verður upp á rútuferðir frá flugvellinum í Gdansk að hótelunum sem dvalið verður á og einnig þegar farið verður heim.

Frá skemmtistaðnum Roof Top by Sassy

Í Gdansk verður búið á þremur hótelum í miðborginni. Hótelin eru þekkt fyrir gæði og heita Radisson Hotel and Suites, Holiday Inn Hotel og Puro Hotel.

Föstudagskvöldið 28. október verður boðið upp á gleðskap á Roof Top by Sassy sem er skemmtistaður í nágrenni hótelanna. Þar mun Matti Matt halda uppi fjörinu. Árshátíðin fer hins vegar fram á Plenum sem er á skipasmíðasvæði borgarinnar. Rútuferðir verða frá hótelunum að Plenum og einnig til baka að hótelunum. Veislustjórar á árshátíðinni verða Selma Björns og Jógvan Hansen.

Það er Ferðaskrifstofa Akureyrar sem hefur annast alla skipulagningu ferðarinnar en flugfélagið Niceair sér um flugferðirnar.

Í næstu viku verður sendur út rafrænn bæklingur með nánari upplýsingum um ferðina og árshátíðina.