Boeing 757- þotan Grímsvötn ferðbúin á Egilsstaðaflugvelli. Spenntir farþegar ganga um borð.Starfsmenn Síldarvinnslunnar ásamt mökum héldu til Búdapest í októbermánuði síðastliðnum og áttu þar ánægjulega daga. Árshátíð starfsmannanna  fór fram í þessari fornfrægu höfuðborg Ungverjalands og þótti vel til takast. Haldið var utan og heim í tveimur hópum; fyrri hópurinn flaug frá Egilsstöðum til Búdapest 17. október en hinn síðari daginn eftir. Fyrri hópurinn kom síðan heim hinn 21. en sá síðari 22. Ferðin gekk að öllu leyti eins og best varð á kosið; veðrið lék við ferðalangana, hótelið sem gist var á var þægilegt, árshátíðin var afar vel heppnuð og það var margt að skoða í borginni. Þá nutu ungverskir stórmarkaðir góðs af þessari heimsókn í verulegum mæli.

Föstudaginn 18. október flaug þotan lágt yfir Norðfjörð farþegum til mikillar ánægju. Á myndinni sést athafnasvæði Síldarvinnslunnar.Guðlaugur Birgisson tók mikið af myndum í ferðinni og munu lesendur heimasíðunnar nú fá að njóta sýnishorns af þeim í meðfylgjandi myndaalbúmi.

Áhöfn farþegaþotunnar stóð sig frábærlega í ferðinni. Flugstjórinn, Kári Kárason, er Norðfirðingur og fyrrverandi starfsmaður Síldarvinnslunnar en Kári er lengst til hægri á myndinni.

Búdapest er fögur borg sem stendur á bökkum Dónár.

Keisarahöllin í Búdapest ber vitni um merka sögu.

Ferðalangarnir bjuggu á Hotel Novotel City og þar fór vel um mannskapinn.

 

Aðdragandi árshátíðar; fordrykkur undir berum himni í blíðunni.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri setur árshátíðina á veitingastaðnum Larus.

 Brynja Valdís Gísladóttir leikkona fór á kostum sem veislustjóri á árshátíðinni.

Guðbjartur Hjálmarsson og veislustjórinn sýna leikræna tilburði.

Geir Ólafs mætti á svæðið og söng gamalkunnug lög.

Ungverskur kór undir stjórn Ferenc Utassy kom fram á árshátíðinni og söng meðal annars á íslensku. Ferenc var einu sinni tónlistarkennari á Stöðvarfirði.

Það fór vel um árshátíðargesti á veitingastaðnum Larus.

Stemmning á árshátíðinni var eins og best gerist.

Þórður Þórðarson yfirháseti á Beiti átti 65 ára afmæli og því fögnuðu skipsfélagar hans ásamt stórsöngvaranum Geir Ólafs.

H & M –verslunin í miðborg Búdapest var býsna vinsæll áfangastaður.

Þreyttir en glaðir ferðalangar að innrita sig í flug á flugvellinum í Búdapest.  Góðir Búdapestdagar og frábær árshátíð að baki.