Ásgrímur Ásgrímsson öryggisstjóri og Sigurður Ólafsson ráðgjafi. Ljósm. Hákon ErnusonÁsgrímur Ásgrímsson öryggisstjóri og Sigurður Ólafsson ráðgjafi. Ljósm. Hákon ErnusonNú stendur fyrir dyrum átak i öryggismálum hjá Síldarvinnslunni. Slysatíðni í fiskvinnslu á Íslandi er áhyggjuefni og vill Síldarvinnslan bretta upp ermar og tryggja að öryggi starfsmanna fyrirtækisins fái aukna vikt. Vinnan mun hefjast í fiskiðjuverinu í Neskaupstað, en svo fylgja aðrar starfsstöðvar í kjölfarið. Gerðar verðar nýjar áhættugreiningar og öll vinnubrögð á sviði öryggismála verða endurskoðuð frá grunni. Tveir sérfræðingar munu aðstoða við þessa vinnu: Sigurður Ólafsson, ráðgjafi hjá Gagnráðum ehf. og fyrrverandi fræðslustjóri Fjarðaáls og Ásgrímur Ásgrímsson, öryggisstjóri hjá Launafli. Báðir hafa þeir mikla reynslu og þekkingu á sviði öryggisstjórnunar í iðnaði. Í þeirri vinnu sem framundan er mun þátttaka starfsmanna og stjórnenda verða algert lykilatriði og eru starfsmenn hvattir til að taka þátt í vinnunni með opnum huga. 
 
Mikilvægt er að allir starfsmenn tileinki sér þær öryggisreglur sem fara á eftir og þær verði eðlilegur og sjálfsagður hluti af hinu daglega starfi. Umræddu átaksverkefni er meðal annars ætlað að efla hugsun um öryggismál og skerpa á þeim reglum sem gilda eiga á sviði málaflokksins frá degi til dags.