Verkmenntaskóli Austurlands og sveitarfélagið Fjarðabyggð
hafa ákveðið að efna til samvinnuverkefnis sem gefur nemendum í Vinnuskóla
Fjarðabyggðar kost á að kynna sér nám á iðnbrautum skólans á komandi
sumri. Verkefnið er ætlað nemendum sem
lokið hafa 9. bekk grunnskóla. Átta
sjávarútvegs- og iðnfyrirtæki í Fjarðabyggð styðja þetta verkefni, þar á meðal
Síldarvinnslan.
Verkefnið mun felast í því að nemendur Vinnuskólans sæki nám
á verkstæðum skólans í eina viku á fullum launum. Geta þeir valið um nám á fjórum
iðnbrautum: Grunnnámi málmiðna,
grunnnámi rafiðna, grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina og hársnyrtibraut.