Í samtali mínu við fréttamann vefsíðu Síldarvinnslunnar varð mér á að fara rangt með tölur úr nýafstaðinni hvalatalningu og endurspeglast það í frétt á vefsíðunni. Rétt er að heildarfjöldi stórhvela á svæðinu var metinn um 12.000 dýr, en þar af var fjöldi hnúfubaka metinn um 7.000 dýr og langreyða um 5.000 dýr. Langreyður er heldur stærri en hnúfubakur og hefur ofangreind villa ekki stórvægileg áhrif á inntak fréttarinnar og hugleiðingar fréttamanns um samspil loðnu og stórhvelanna þótt um tvær tegundir þeirra sé að ræða. Ég biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Gísli A. Víkingsson