Kátir nemendur í nýju endurskinvestunum. Ljósm. Eysteinn Þór Kristinsson

Við skólabyrjun færði Síldarvinnslan Nesskóla endurskinsvesti að gjöf en þau eru ætluð nemendum í 1. og 2. bekk. Vestin verða notuð þegar farið verður með nemendahópana í gönguferðir um bæinn og munu þau auka mjög öryggi barnanna í umferðinni.

Skólinn er afar þakklátur fyrir þessa höfðinglegu gjöf og vill taka fram að það sé ómetanlegt fyrir hann að eiga hauka í horni á borð við Síldarvinnsluna.