Loðnuvinnsla

Í gær var tekin ákvörðun um að bæta 150 þúsund tonnum við
loðnukvóta yfirstandandi vertíðar.  Þessi
ákvörðun er tekin á grundvelli upplýsinga sem rannsóknaskipið Árni Friðriksson
hefur aflað að undanförnu, en það hefur verið við loðnuleit út af Austfjörðum,
Norðurlandi og Vestfjörðum.  Ekki hefur
verið unnið úr öllum þeim gögnum sem hafrannsóknaskipið hefur aflað og því er
ekki vitað hvort kvótinn verði aukinn enn frekar.

Fyrir Síldarvinnsluna skiptir aukning loðnukvótans afar
miklu máli.  Aukningin felur í sér að við
kvóta skipa Síldarvinnslunnar bætist samanlagt um 24.000 tonn og allt stefnir í
góða vertíð enda verð á mjöli og lýsi hátt og markaðir fyrir frysta loðnu
sterkir.