Þriðjudaginn 20. júní á milli kl. 10 og 12 verður Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri í Fjarðabyggð með viðtalstíma á setustofu fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Er allt starfsfólk Síldarvinnslunnar sem telur sig eiga erindi við bæjarstjórann hvatt til að nota þetta tækifæri og ræða við hann. Hér er um að ræða ánægjulega nýjung þar sem bæjarstjórinn fer um bæjarkjarna sveitarfélagsins og býður starfsfólki stórra vinnustaða upp á samtal.