Bardi i sidustu vf

               Barði NK í síðustu veiðiferðinni í eigu Síldarvinnslunnar. Ljósm: Þorgeir Baldursson

Síldarvinnslan seldi togarann Barða til fyrirtækis í Murmansk í Rússlandi í júlímánuði 2017 en fyrirtækið hóf að gera skipið út árið 2002. Togarinn var smíðaður í Flekkefjord í Noregi fyrir Skipaklett hf. á Reyðarfirði árið 1989 og bar upphaflega nafnið Snæfugl. Skipaklettur og Síldarvinnslan sameinuðust árið 2001 og eftir það var skipið leigt skosku útgerðarfyrirtæki um tíma og bar á þeim tíma nafnið Norma Mary.

                Í upphafi gerði Síldarvinnslan Barða út sem frysti-  og ísfiskskip en síðar var megináhersla lögð á að frysta aflann um borð. Árið 2016 var síðan allur vinnslubúnaður tekinn úr skipinu og var hann rekinn sem ísfisktogari eftir það allt þar til hann var seldur til Rússlands.

1976 NORD WEST EX 1976 BARÐI NK 120 EX SNÆFUGL SU 20 I MURMANSK RUSSLANDI MYND GLIMYAROW ENENYSHIPSPOTTING 30. JAN. 2018

Hinn rússneski Nord West kemur til hafnar nýlega

                Fyrri myndin sem fylgir fréttinni er tekin í síðustu veiðiferð skipsins í eigu Síldarvinnslunnar en seinni myndin, sem tekin var nýlega,  sýnir skipið í rússneskum búningi koma til hafnar. Nafn skipsins eftir að það var selt til Rússlands er Nord West.